Í íbúðum þurfa að vera að minnsta kosti tvær flóttaleiðir. Önnur er um aðaldyr og hin um svalir eða garðdyr.

Flestar svalahurðir opnast út þannig að ekki má geyma á svölunum svo mikið af dóti að þær nýtist ekki sem flóttaleið. Mikilvægt er að hurðir sem eru lítið notaðar séu opnaðar reglulega auk þess sem fylgjast þarf með því að snjór safnist ekki upp þannig að ekki sé hægt að opna hurðina. Hurðir á flóttaleið eiga að vera opnanlegar innanfrá án lykils (t.d. snerill á útihurð).

Í svefnálmu þarf að vera hægt að komast út t.d. um manngengan glugga eða svalahurð. Ef lengra er til jarðar en 2 metrar þarf að hugsa fyrir því hvernig maður kemst niður t.d. koma fyrir felli- eða kaðalstiga. Sé hæðin meiri en 5 metrar þarf öruggari búnað.

Frágangur á gluggum og svalahurðum þarf að vera þannig að lítil börn fari sér ekki að voða.