Æskilegur orkunýtniflokkur: A++, A+ eða A
Staðsetning orkumerkinga: Í nálægð við útstilltan lampa þannig að þær séu auðsjáanlegar og auðgreinanlegar eða fylgi greinilega öðrum upplýsingum sem tilheyra lampanum, svo sem verðmerkingu eða tæknilegum upplýsingum.

Sífellt fleiri lampar á markaði hafa innbyggðar LED perur sem ekki er hægt að skipta um. Í því samhengi er mikilvægt að skoða orkumerkingar lampans áður en hann er keyptur og skoða sömu atriði eins og um peru væri að ræða. Þar má nefna líftíma, lúmen og litaendurgjöf.