Æskilegur orkunýtniflokkur: A++ eða A+
Staðsetning orkumerkinga: Á umbúðum.

LED perur eða sparperur nota minnsta orku. Sparperur nota fjórum til fimm sinnum minni orku en halógenperur og endast mun lengur. Líftími LED peru er allt að sjö sinnum lengri en halógenperu. Líftími halógenperu er um tvö ár en líftími LED peru 10-15 ár. Líftími sparperu er sex til tíu ár að meðaltali.

Hagnýtar upplýsingar ef kaupa á ljósaperur

Nr. 1
Styrkur mældur í lúmenum í stað vatta 
Glóperur hafa nú verið bannaðar á Evrópska efnahagssvæðinu. Þar eð glóperur eru ekki lengur á markaði eru lúmen notuð sem mælieining á styrkleika peru en ekki vött.

Nr. 2
Orkumerking 
Ljósaperur eiga að bera orkumerkingar sem hér segir:
Sparperur: A
LED: A+ eða meira
Halógenperur:  C (230 Volt)/B (lágspennuvolt)

Nr. 3
Líftími

Líftími ljósaperu er misjafn eftir tegund
Sparperur: Að minnsta kosti 10.000 klukkustundir
LED perur: Að minnsta kosti 15.000 klukkustundir

Nr. 4
Litaendurgjöf (Ra/CRI) 
Ra er stuðull sem segir til um litaendurgjöf ljósaperunnar og hversu eðlilega birtu hún gefur. Velja ætti Ra stuðul í minnst 80 í litaendurgjöf því Ra stuðull sem er undir 80 sýnir gráleita eða brúnleita birtu. Dagsljós er með Ra í 100.

Nr. 5
Lampar með innbyggðum perum
Sífellt fleiri lampar á markaðinum hafa innbyggðar LED ljósaperur sem ekki er hægt að skipta út þegar peran er ónýt. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir þessu við kaup.

Orkumerkingar ljósapera

Dæmi um merkimiða fyrir ljósaperur:

Eftirfarandi upplýsingar skulu koma fram á merkimiðanum:

  1. Nafn eða vörumerki birgis.

  2. Tegundarauðkenni.

  3. Orkunýtniflokkur.

  4. Orkunotkun í kílóvattstundum á 1.000 klst.