Æskilegur orkunýniflokkur: A+ eða A
Staðsetning orkumerkinga: Framan á eða ofan á tækinu eða í nálægð við það, þannig að þær séu auðgreinanlegar og vel sjáanlegar.

Orkumerkingar gufugleypa

Hér má sjá dæmi um orkumerkingu gufugleypa

Gufugleypar til heimilisnota í orkunýtniflokkum A+ til F - merkimiði 2 (settir á markað frá 1. janúar 2016)

Gufugleypar til heimilisnota í orkunýtniflokkum A++ til E - merkimiði 3

Eftirfarandi upplýsingar skulu koma fram á merkimiðum gufugleypa:

  1. Nafn eða vörumerki birgis.

  2. Tegundarauðkenni.

  3. Orkunýtniflokkur.

  4. Árleg orkunotkun í kílóvattstundum.

  5. Orkunýtniflokkur vökvastreymis.

  6. Orkunýtniflokkur lýsingar.

  7. Fitusíunarhæfni.

  8. Hljóðstyrkur í dB.