Æskilegur orkunýtniflokkur: A++ eða A+
Staðsetning orkumerkinga: Á framhlið sjónvarpsins þannig að þær sjáist greinilega.

Orkumerkingar sjónvarpa

Orkumerkingin sýna hversu orkunýtið sjónvarpið er á kvarðanum A+++ til G. Orkunýtnasta sjónvarpið er A+++. Orkumerkingin sýnir einnig árlega orkunotkun miðað við fjóra tíma á dag, skjástærð og hvort sjónvarpið hafi sýnilegan rofa. Því stærra sem sjónvarpið er, því orkufrekara.

Dæmi um orkumerkingar sjónvarpa í orkunýtniflokknum A

Eftirfarandi upplýsingar skulu koma fram á merkimiðanum:

 1. Nafn eða vörumerki birgis.

 2. Tegundarauðkenni.

 3.  Orkunýtniflokkur.

 4. Aflþörf í vöttum þegar kveikt er á tækinu. (kílóvattstundum?

 5. Árleg aflþörf í vöttum þegar tækið er í notkun.

 6. Skjástærð í tommum og sm.

Fjórar tegundir sjónvarpa

Hægt er að skipta sjónvörpum í fjóra flokka:

 1. LED sjónvörp
  LED stendur fyrir Light Emitting Diode eða ljósdíóða á íslensku. LED sjónvörp hafa LCD (e. liquid crystal display) eða kristalskjái. Þau eru eigi að síður kölluð LED sjónvörp því þau nota LED baklýsingu. Almennt nota LED sjónvörp minnsta orku miðað við verð. Orkusparnaðurinn við að velja LED sjónvarp framyfir venjuleg LCD sjónvörp er um 20-30 prósent. 

 2. OLED sjónvörp 
  OLED stendur fyrir Organic LED. OLED sjónvörp nota minni orku en LED sjónvörp en eru mun dýrari í innkaupum. Þau hafa framúrskarandi góð mynd- og litagæði. Skjárinn er búinn til úr þúsundum smárra LED-pera sem eru festar við þunna filmu. 

 3. LCD sjónvörp 
  LCD stendur fyrir Liquid Crystal Display eða kristalskjár. LCD sjónvörp nota baklýsingu með flúrperum eða LED perum. LCD með flúrlampa eru algengustu skjátegundirnar. LCD sjónvörp nota minni orku en plasma sjónvörp. 

 4. Plasma sjónvörp
  Plasma sjónvörp eru þau sem nota mesta orku en þau nota 50 prósent meiri orku en LCD sjónvörp. Hins vegar hefur tekist að laga orkunýtni sumra nýrra tegunda til jafns við LCD sjónvörp.

 5. QLED sjónvörp 
  QLED stendur fyrir Quantum Dot Light Emitting Diode. QLED sjónvörp nota bláar LED perur í baklýsingu sem kemur í stað hvítra LED pera sem eru í flestum LCD sjónvörpum með LED baklýsingu. Það gerir að verkum að litirnir verða bjartari og líkastir „raunveruleikanum“. QLED sjónvörp eru bæði einfaldari og ódýrari í framleiðslu en önnur sjónvörp.