
Æskilegur orkunýtniflokkur: A+++ eða hærri
Staðsetning orkumerkinga: Á framhlið tækisins eða ofan á því, þannig að þær sjáist greinilega.
Orkunotkun og orkumerkingar þurrkara
Orkumerkingin sýnir hversu orkunýtinn þurrkarinn er yfirleitt ákvarðanum A++ til D. Fáir þurrkarar hafa merkingunna A++ og nánast enginn með merkinguna A+++. En þeir eru á leiðinni á markaðinn. Munurinn á milli hverra flokka er mikill hvað varðar orkunotkun. Þess vegna er mikill ábati í að velja tegund sem hefur sem flesta plúsa. Einungis þurrkarar með innbyggða varmadælutækni uppfylla þær kröfur sem þarf til að fá A++ merkingu.
Til eru orkumerkingar fyrir loftræsta þurrkara (með barka) og þurrkara með gufuþétti. Orkumerkingin gefur einnig til kynna tegund þurrkara, árlega orkunotkun, þurrktíma, þurrkgetu í kg og hljóðstyrk í dB.
Hér má sjá yfirlit yfir orkumerkingar þurrkara
Loftræstir þurrkarar til heimilisnota (með barka)
Eftirfarandi upplýsingar skulu vera á merkimiða fyrir loftræsta þurrkara til heimilisnota:
-
Nafn eða vörumerki birgis.
-
Tegundarauðkenni.
-
Orkunýtniflokkur.
-
Árleg orkunotkun í kílóvattstundum.
-
Upplýsingar um tegund þurrkara til heimilisnota.
-
Þurrktími í mínútum miðað við bómullarkerfi og fulla hleðslu.
-
Þurrkgeta í kg.
-
Hljóðstyrkur í dB.
Þurrkarar með gufuþétti til heimilisnota
Eftirfarandi upplýsingar skulu vera á merkimiða fyrir þurrkara með gufuþétti til heimilisnota:
-
Nafn eða vörumerki birgis.
-
Tegundarauðkenni.
-
Orkunýtniflokkur.
-
Árleg orkunotkun í kílóvattstundum.
-
Upplýsingar um tegund þurrkara til heimilisnota.
-
Þurrktími í mínútum miðað við bómullarkerfi og fulla hleðslu.
-
Þurrkgeta í kg.
-
Hljóðstyrkur í dB.
-
Þéttingarhæfni.
SAMBYGGÐIR ÞURRKARAR OG ÞVOTTAVÉLAR
Sambyggðir þurrkarar og þvottavélar nota meiri orku en aðskildar vélar. Þurrkarar í sambyggðu vélunum eru minni en í þeim sem eru aðskildir frá þvottavélum sem þýðir að þurrka þarf þvottinn í tveimur áföngum.
Orkumerkingar sambyggðra þurrkara og þvottavéla
Orkumerkingar sambyggðra þurrkara og þvottavéla sýna hversu orkunýtnar vélarnar eru á kvarðanum A til G. Orkumerkingin sýnir líka vatnsnotkun á ársgrundvelli, þvottagetu í kg og hljóðstyrk í dB.