Æskilegur orkunýtniflokkur: A+++ eða A++
Staðsetning orkumerkinga: Á framhlið tækisins eða ofan á því, þannig að þær sjáist greinilega.

Ef notað er helmingi lægra hitastig en það sem er tilgreint á þvottaleiðbeiningum er hægt að spara 55 prósent af raforkuþörf vélarinnar.

Hagnýtar upplýsingar við kaup á þvottavél

Nr .1 
Leita skal eftir orkumerkinu A+++ eða A++  
Vatnsnotkun: Orkumerkingin sýnir vatnsnotkun en hún fer eftir stærð vélarinnar. Vatnsnotkun er gefin upp í lítrum ári. Þvottavél sem tekur 3-5 kg notar 39 lítra af vatni, 6-7 kg vél notar 44 lítra af vatni og 8 kg vél notar 56 lítra af vatni.  
Raforkunotkun: Orkumerkingin sýnir raforkunotkun í kílóvattstundum á ári. Út frá þessum upplýsingum er hægt að bera saman mismunandi þvottavélar.

Nr. 2 
Velja þvottavél út frá þörfum heimilisins 
Magn þvottar fer oftast að mestu leiti eftir stærð heimilisins. Sé keypt stærri vél en þörf er á er hún í fæstum tilfellum fyllt þegar þvegið er. Skilvirknin er meiri ef vélin er full. 

Nr. 3  
Eco-kerfi 
Hægt er að spara orku með því að velja þvottavél með eco-kerfi. Þessar þvottavélar nota yfirleitt lægra hitastig. Á móti kemur að þvottavélin er lengur að þvo. Þvotturinn er eigi að síður jafn hreinn og ef hann er þveginn á venjulegi kerfi.

Hægt er að spara meiri orku með að nota kalt kerfi, það er niður í 20°C. Fötin verða jafnhrein eftir slíkan þvott ef notað er þvottaefni fyrir kalt kerfi.*

Samsettar vélar 
Vélar sem bæði þvo og þurrka nota meiri orku en vélar sem eru aðskildar.

*Meira um heilsu og umhverfi meðal annars með köldu kerfi 

Með nokkrum varúðarráðstöfunum er hægt að vernda umhverfið, hugsa um  heilsuna og tryggja um leið að fötin séu hrein eftir þvott.

Þvottur og hreinlæti 
Föt sem eru venjulega þvegin á 30°C og 40°C er vel hægt að þvo með þvottaefni fyrir kalt kerfi á 15°C, 20°C eða 30°C.

Réttur skammtur af þvottaefni 
Fötin verða ekki hreinni þótt meira þvottaefni sé sett í vélina. Þvottaefni eru skaðleg umhverfinu og föt þurfa einungis það magn af þvottaefni sem er gefið er upp á pakkningu.

Sleppa mýkingarefni 
Mýkingarefni skaða umhverfið. Mýkingarefni eru einnig óþörf nema í þeim tilfellum þar sem er vandamál með rafmagn í gerviefnum. 

Orkumerkingar þvottavéla

Orkumerkingin segir til um hversu orkunýtin þvottavélin er á kvarðanum A+++ til D þar sem A+++ er best. Orkumerkingin gefur einnig til kynna árlega raforkunotkun, vatnsnotkun, þvottagetu í kg, vinduhæfni á kvarðanum A til G og hljóðstyrk í dB. 

Hér má sjá dæmi um orkumerkingar þvottavéla 

Eftirfarandi upplýsingar skulu koma fram á merkimiðanum:

  1. Nafn eða vörumerki birgis.

  2. Tegundarauðkenni.

  3. Orkunýtniflokkur.

  4. Árleg orkunotkun í kílóvattstundum.

  5. Árleg vatnsnotkun í lítrum.

  6. Þvottageta í kg.

  7. Vinduhæfni.

  8. Hljóðstyrkur við þvott og þeytivindingu í dB.

SAMBYGGÐIR ÞURRKARAR OG ÞVOTTAVÉLAR

Sambyggðir þurrkarar og þvottavélar nota meiri orku en aðskildar vélar. Þurrkarar í sambyggðu vélunum eru minni en í þeim sem eru aðskildir frá þvottavélum sem þýðir að þurrka þarf þvottinn í tveimur áföngum.

Orkumerkingar sambyggðra þurrkara og þvottavéla
Orkumerkingar sambyggðra þurrkara og þvottavéla sýna hversu orkunýtnar vélarnar eru á kvarðanum A til G. Orkumerkingin sýnir líka vatnsnotkun á ársgrundvelli, þvottagetu í kg og hljóðstyrk í dB.