Æskilegur orkunýtniflokkur:
Staðsetning orkumerkinga: Á framhlið tækisins eða ofan á því, þannig að þær sjáist greinilega.

Ryksugur endast yfirleitt í mörg ár. Því er ákjósanlegt að velja ryksugu sem er hagkvæm í orkunotkun auk þess að hafa gott sogafl. Orkumiðinn sýnir orkunýtni ryksugu, sogkraft á teppi og gólfum og ryklosun á kvarðanum A+++ til D þar sem A+++ er best. Einnig kemur fram árleg orkunotkun í kílóvattstundum og hljóðstyrkur mældur í desibelum.

Ryksuga sem notar mikið magn af vöttum þarf ekki endilega að þrífa vel. Gott sogafl fer meðal annars eftir hönnun á stút og stærð vélar. En orkumerkingin gefur til kynna hversu vel ryksugan þrífur á kvarðanum A til G.

Hvað skal hafa í huga þegar ryksuga er keypt?

 • Orkumerking og eiginleiki til þrifa.
  Fara skal eftir hæstu mögulegu orkumerkingu og eiginleikum ryksugunnar til þrifa fremur en að velja ryksugu sem notar mörg vött.
 • Ryklosunarflokkur.
  Hægt er að sjá ryklosunarflokk ryksugu á kvarðanum A til G. Ef einhver er með ofnæmi eða viðkvæmur fyrir ryki á heimilinu ætti að velja ryksugu í flokki A. Annars er B nóg.

 • Hljóðstyrkur. 
  Orkumerkingin sýnir hljóðstyrk frá ryksugunni í desibelum. Algengt er þær gefi frá sér 65-85. Ef hljóðstyrkur fer í 75 dB er ekki hægt að eiga í samræðum á eðlilegum raddstyrk. Hver tíu dB til viðbótar tvöfalda álagið á eyrun.

 • Sogkraftur fyrir teppi og gólf.
  Orkumiðinn sýnir hversu vel ryksugan þrífur bæði teppi og hörð gólf á kvarðanum A til G.

Hér má sjá yfirlit yfir orkumerkingar ryksuga

Alhliða ryksugur (settar á markað frá 1. september 2017


Eftirfarandi upplýsingar skulu koma fram á merkimiðanum:

 1. Nafn eða vörumerki birgis.

 2. Tegundarauðkenni.

 3. Orkunýtniflokkur.

 4. Árleg meðalorkunotkun í kílóvattstundum.

 5. Ryklosunarflokkur.

 6. Hreinsihæfniflokkur fyrir teppi.

 7. Hreinsihæfniflokkur fyrir hörð gólfefni.

 8. Hljóðstyrkur í desibelum.

Ryksugur fyrir hörð gólfefni (settar á markað frá 1. september 2017)

Eftirfarandi upplýsingar skulu koma fram á merkimiðanum:

 1. Nafn eða vörumerki birgis.

 2. Tegundarauðkenni.

 3. Orkunýtniflokkur.

 4. Árleg meðalorkunotkun í kílóvattstundum.

 5. Ryklosunarflokkur.

 6. Tákn fyrir óviðeigandi notkun, notist ekki á mjúk gólfefni.

 7. Hreinsihæfniflokkur fyrir hörð gólfefni.

 8. Hljóðstyrkur í desibelum.

Tepparyksugur (settar á markað frá 1. september 2017) 


Eftirfarandi upplýsingar skulu koma fram á merkimiðanum:

 1. Nafn eða vörumerki birgis.

 2. Tegundarauðkenni.

 3. Orkunýtniflokkur.

 4. Árleg meðalorkunotkun í kílóvattstundum.

 5. Ryklosunarflokkur.

 6. Hreinsihæfniflokkur fyrir teppi.

 7. Tákn fyrir óviðeigandi notkun, notist ekki á hörð gólfefni.

 8. Hljóðstyrkur í desibelum.

 

Gott er að hafa í huga:

 • Sogkraftur frekar en fjöldi vatta segir til um gæði ryksugu.

 • Mjög fáar tegundir ryksuga eru einungis hannaðar til að þrífa gólfteppi eða einungis hörð gólfefni. Ryksugur sem eru ætlaðar fyrir annað hvort gólfteppi eða hörð gólfefni eru aðallega hannaðar í atvinnuskyni og sjaldnast hentugar hinum almenna notanda.