Æskilegur orkunýtniflokkur: A+++ eða A++.
Staðsetning orkumerkinga: Á framhlið tækisins eða ofan á því, þannig að þær sjáist greinilega.

Hagnýtar upplýsingar ef kaupa á kæliskáp og/eða frysti.

 • Velja tæki með sem flesta plúsa.

 • Velja aðskilda kæliskápa og frysta.
  Aðskildir kæliskápar og frystar nota minnsta orku. Ef frystiþörf er ekki mikil getur verið hentugt að velja lítinn, orkunýtinn, uppistandandi frysti í stað stórrar frystikistu.

 • Kaupa tæki með stafrænum hitastilli og talnaskjá.
  Æskilegt er að velja kælitæki sem hægt er að stilla með stafrænum hitastilli og sýnir hitastigið á skjá. Ef keyptur er sambyggður ísskápur/frystir þá ættu kæliskápurinn og frystirinn að hafa hvor sinn hitastillinn. Þannig fæst nákvæmara hitastig og auðveldlega má athuga hvort það sé rétt.

 • Velja rétta stærð.
  Best er að hafa í huga að hversu stóra einingu þarf á heimilið. Þumalputtareglan um kæliskápa er að tækið þarf að vera 100 lítrar fyrir eina manneskju og svo 50 lítrar fyrir hverja mannesku eftir það. Fjögurra manna fjölskylda myndi þá að meðaltali þurfa 250 lítra kæliskáp.

Fleiri hagnýtar upplýsingar til notkunar á kæli- og frystiskápum.

 • Halda skal hitastiginu í 3-5° C og -18 C í frysti.
  Mælt er með að hitastig kæliskápa sé 3-5° C og -18° C í frystum. Ef hitinn er hækkaður endist matvaran skemur. Ef hitastigið er lækkað er notuð meiri orka en nauðsynlegt er. Fyrir hvert stig sem hitastigið er lækkað niður fyrir -18°C í frysti eykst orkuneyslan um tvö til þrjú prósent. Fyrir hvert stig fyrir neðan 5° C í kælitækinu eykst orkuneyslan um fimm prósent.

 • Rétt staðsetning tækisins.
  Hægt er að draga úr orkunotkun um tíu prósent ef frystirinn er staðsettur í herbergi með hitastigið 16° C í stað 20° C, til dæmis í kjallara. Þó ber að hafa í huga að ekki vinna öll kælitæki og frystar við hitastig undir 18° C.

 • Hafa skal gott rými í kringum viftuna fyrir loftstreymið.
  Kæliskápar og frystar þurfa að geta dreift hita frá þéttum frá hliðunum og frá bakhlið. Þetta á líka við um innbyggða kæla.

 • Hafa dyrnar lokaðar.
  Hafið hurð kælitækisins í opna í eins skamman tíma og hægt er.

 • Þíða matvöru inn í kæliskáp.
  Best er að þíða matvöru úr frysti í kæliskáp. Þannig má spara orku.

 • Hreinsa ryk af bakhliðinni.
  Passa þarf að ekki safnist mikið ryk á bakhlið kæliskáps og frystis. Of mikil ryksöfnun getur leitt til þess að þéttir á í erfiðleikum með að losa hita frá tækinu og afköst tækisins minnka. Frystikistur verða að geta losað hita frá öllum hliðum.

 • Athuga þéttilista.
  Skipta þarf um þéttilista þegar þeir eru slitnir því annars eykst orkunotkun. Suma þétta er ekki hægt að skipta um þar sem þeir eru límdir í.

 • Kæla heitan mat utan kæliskáps.
  Látið mat kælast örlítið áður en hann er settur í kæliskáp eða frysti til að spara orku.

Sérstaklega um kæliskápa

 • Athugun á hitastigi vatns.
  Hægt er að mæla hitastig með því að setja glas með hitamæli í miðjan kæliskáp. Ef hitastigið er undir 0°C getur matvara skemmst vegna of mikils kulda.

 • Að nýta mismunandi hitastig.
  Hægt er að nýta mismunandi hitastig í kæliskáp. Yfirleitt er kaldast á botni skápsins við bakhlið og heitast efst í skápum og við hurðina.

Sérstaklega um frysta

 • Afþíða reglulega.
  Afþíða þarf frysti ef hrím verður meira en fimm millimetrar því hrím veldur aukinni orkunotkun. Sjálfvirk afþíðing þýðir að frystir afþíðir sig með reglulegu millibili en það leiðir til aukins kostnaðar vegna aukinnar orkunotkunar.

 • Muna að slökkva á frystingu.
  Ef notuð er hraðfrysting þarf að muna að endurstilla eftir einn sólarhring nema aðgerðin slökkvi sjálfkrafa á sér eftir frystingu.

 • Passa upp á kuldann.
  Ef frystir er á mjög köldum stað getur olían í þétti frystisins orðið stíf þannig að þéttirinn starfar ekki.

Orkumerkingar kæliskápa, frysta og kæli- og frystiskápa

Orkumerkingar gera neytendum auðveldara að velja kæliskápa, frysta og önnur kælitæki sem eru orkunýtnust. Orkumerkingar fyrir ísskápa, frysta eða kæli- og frystiskápa eru á kvarðanum A+++ til D. Vínkælar og kæliskápar nota kvarðann A+++ til G. Orkunýtnustu tegundirnar eru merktar A+++. 

Hér má sjá dæmi um orkumerkingar kælitækja í orkuflokkum A+++ til C.

Eftirfarandi upplýsingar skulu koma fram á merkimiðanum:

 1. Nafn eða vörumerki birgis.

 2. Tegundarauðkenni.

 3. Orkunýtniflokkur.

 4. Árleg orkunotkun í kílóvattstundum .

 5. Samanlagt rúmmál allra hólfa sem ekki eru stjörnumerkt.

 6. Samanlagt rúmmál allra frystihólfa með stjörnumerkingu.

 7. Hljóðstyrkur í desibelum.

Hvað vínkæla varðar koma afköst í fjölda 75 sentilítra flaskna sem komast fyrir í tækinu í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda þó í stað liða V og VI.