Eldvarnateppi eru til í mörgum stærðum. Þau má þvo og því er hægt að og nota þau aftur og aftur. Teppið er lagt yfir það sem brennur, t.d. pönnu eða pott með olíu eða feiti. Ef teppið fer ofan í feiti í potti getur logað í gegnum það. Þá þarf að taka teppið af og slökkva í því t.d. með því að trampa á því og byrjað upp á nýtt.