Eldur í arni eða kamínu er hlýr og notalegur og skapar góða stemmingu. Þess vegna vill það stundum gleymast að það er opinn eldur í húsinu.

Yfirborð kamínunnar má ekki verða það heitt að það kvikni í nálægum byggingarhlutum eða innanstokksmunum. Ef tré hefur aflitast í næsta nágrenni þá er það merki um að hitastigið er of hátt. Upphitun með þurrum við skapar mestan hita og skilur eftir sig lítið sót í eldstæðinu og skorsteininum. Ekki má nota bensín, parafínolíu eða önnur hættuleg efni til að kynda með. Nota skal pappír eða sérstaka arinkubba til þess.

Ef kamínan er full af timbri og reynt að kynda með allar lokur opnar þá nær hún ekki að hita vel og eldhólfið fyllist af sóti. Slík kynding leiðir til myndunar “beksot” sem getur orðið til þess að kvikni í reykrörinu. Ef eldur kemur upp í sóti sem hefur safnast upp í reykrörinu þá skal loka öllum ventlum og lokum sem veita lofti að eldhólfinu. Sérstaklega skal gæta að lokur í trekkspjaldið frá arni sé opið. Gæta skal að reykmyndun við hæðarskil og þak þar sem tré og annað brennanlegt efni getur komst í snertingu við reykrörið.

Eldur í eldstæði þarfnast lofts. Þess vegna þarf að gæta að því að gluggar séu opnir. Ef reykur berst inn í herbergið meðan kynt er þarf að opna fleiri glugga. Ef reykurinn hverfur gæti það verið tákn um að að of lítil loftun væri í íbúðinni og að auka þyrfti hana.

Að lokum er rétt að minna á að mikilvægasta hlutinn, hvort sem þú ert í sumarbústaðnum eða heima:

Reykskynjari og slökkvitæki.