Það er ekki hættulaust að grilla og árlega verða eldsvoðar og brunasár afleiðing grillnotkunar. En það er hægt að koma í veg fyrir slíkt með því að fara gætilega.

Hér á eftir fylgja nokkur góð ráð við notkun grillsins.

Almennt

Grillum alltaf utandyra og snúum bakinu upp í vindinn þegar við kveikjum upp.
Látið aldrei börn vera ein með logandi grill eða uppkveikilög.
Ekki leyfa börnum að leika sér við grillið
Gætið þess að þau séu ekki nálægt grillinu þegar kveikt er upp í því ef ske kynni að blossi skyldi myndast
Hafið alltaf möguleika á að slökkva í grillinu, hvort sem það er með garðslöngu, fötu með vatni eða handslökkvitæki.
Haldið svæðinu þar sem verið er að grilla snyrtilegu.
Hafið ávallt auga með grillinu meðan það er í notkun
Gætið þess að grillinu sé ekki stillt of nálægt gluggum því þá getur glerið sprungið vegna hitans
Gætið þess að vera ekki í fötum sem geta feykst til og þar með kviknað í við að grilla.
Gardínur geta sveiflast til og frá í vindi og þarf að gæta þess að þær geti ekki náð til grillsins
Það er ekki bannað að grilla á svölum, en það þarf alltaf að fara gætilega með eld og taka tillit til aðstæðna.
Mikil áfengisneysla fer ekki vel með grillinu.
Gætið þess að kæla brunasár vel. Haldið brunasárinu í köldu vatni og leitið læknishjálpar.

Kolagrill

Uppkveikivökvi á að vera seldur sem slíkur. Ekki nota annan vökva til að kveikja upp, hvorki rauðspritt, terpentínu né annað sambærilegt.
Ekki hella uppkveikivökva yfir heit kol
Gætið að því að tæma ösku úr grillinu í óbrennanlegt ílát með loki t.d. sinkfötu. Plastfötur og pappakassar henta ekki undir ösku því í henni geta leynst glæður.

Gasgrill

Kúturinn skal vera staðsettur á sléttu undirlagi þannig að hann geti ekki oltið.
Gætið þess að allar tengingar séu í lagi þannig að ekki leki gas úr leiðslum
Ekki má vera meira en 11 kg í gashylkum sem notuð eru í íbúðum eða sumarbústöðum.
Gaskúturinn skal geymdur þar sem ekki er hætta á að gas geti safnast fyrir ef hann skyldi leka. Hann skal geymdur á vel loftræstum stað.

Einnota grill

Einnota grill sem hægt er að kaupa í matvöruverslunum og á bensínstöðvum hitna mjög mikið að neðanverðu. Slík grill þurfa að vera á óbrennanlegu undirlagi meðan grillað er.
Ekki setja einnota grill beint á timbrið eða plastborðið á veröndinni og heldur ekki beint á grasið þar sem það getur orsakað eld í gróðrinum
Gætið þess að slökknað sé í grillinu og það orðið kalt áður en því er kastað í ruslið.