Hverjar geta afleiðingarnar orðið? Afleiðingar bruna og slysa af völdum raffanga geta verið hörmulegar en þar að auki getur Mannvirkjastofnun bannað sölu raffanga sem ekki uppfylla ákvæði um öryggi eða formleg skilyrði til markaðssetningar. Ef raffang er álitið sérstaklega hættulegt getur Mannvirkjastofnun krafist tafarlausrar innköllunar þess frá almenningi, það er t.d. gert með auglýsingum í dagblöðum. Allur kostnaður við rannsókn raffangs sem ekki uppfyllir kröfur fellur á ábyrgðaraðila þess, þ.e. innflytjanda eða innlendan framleiðanda, auk kostnaðar við innköllun.

Öryggisathugun:

Er CE-merking á raffanginu? Sem dæmi eiga nánast öll rafföng sem gerð eru fyrir almenna veitukerfið (venjulegt 230V húsarafmagn) að bera CE-merkingu, nema klær og tenglar til heimilisnota.
Eru upprunamerkingar á raffanginu? Öll rafföng eiga að vera merkt með nafni framleiðanda eða vörumerki hans og gerðarmerkingu.
Eru helstu raffræðilegar merkingar á raffanginu? T.d. spenna (V), afl (W) og einangrunarflokkur (class I, class II ( ) eða class III ( )).
Er ESB-samræmisyfirlýsing (EC-declaration of conformity) tiltæk? Ath. að samræmisyfirlýsingin á að vera gefin út af framleiðanda eða fulltrúa hans. Yfirlýsingar eða vottorð „þriðja” aðila, t.d. prófunarstofu, eru ekki fullnægjandi.
Fylgja notkunar- og uppsetningarleiðbeiningar? Ath. að leiðbeiningar er varða öryggi eiga að vera á íslensku.
Eru spennuhafa hlutar snertanlegir?
Er togfesta aðtaugar, sem tryggir að ekki verði togálag á tengingar, fullnægjandi?
Eru skarpar brúnir þar sem aðtaugin kemur inn í raffangið?
Hefur raffangið óeðlilega grannar taugar (víra), þ.e. eru þær grennri en eldspýta?