
1. Munið eftir að slökkva á eldavélinni strax eftir notkun.
2. Takið raftæki úr sambandi þegar þau eru ekki í notkun.
3. Látið skipta strax um skemmdan rafbúnað.
4. Setjið aldrei sterkari peru í lampa en hann er gerður fyrir.
5. Fargið gömlum rafbúnaði sem er farinn að láta á sjá.
6. Reynið ekki að gera það sem aðeins fagmenn ættu að gera.
7. Prófið lekastraumsrofann (bilunarstraumsrofann) nokkrum sinnum á ári.
8. Gætið þess að raftæki sem eiga að vera jarðtengd séu það.
9. Varist að staðsetja ljós of nálægt brennanlegu efni.
10. Gefið gaum að merkingum raftækja.