Við sækjum rafmagn fyrir þau tæki sem við notum í innstungur (tengla). Þær ættu að vera sem víðast í hverri íbúð, helst fleiri en ein í hverju herbergi. Innstungur þurfa að vera vel festar og tengiklær eiga að sitja tryggilega í þeim því að sambandsleysi getur valdið hita. Áríðandi er að skipta strax um brotin lok á innstungum til að varna því að heimilisfólk eða gestir komist í snertingu við rafmagn. Hægt er að fá innstungur með barnavörn og ýmsan annan búnað til að varna því að óvitar stingi hlutum í þær og skaði sig.

Eru sumar innstungur á heimilinu ójarðtengdar?
Eru brotin lok á innstungum?
Eru mörg raftæki tengd í eina innstungu?
Eru klær „lausar“ í einhverjum innstungum?
Eru innstungur illa festar á vegg eða í veggdósir?

Ef þið svarið öllum spurningunum neitandi bendir það til þess að ágætt ástand sé á innstungum á heimili ykkar.