Oft má ráða af ljósum og öðrum raftækjum hvort eitthvað er athugavert við rafkerfið. Ef skipta þarf oftar um perur í einu ljósastæði en öðru getur það m.a. bent til bilunar. Mikilvægt er að taka mark á slíkum fyrirboðum og láta löggiltan rafverktaka kanna hvað býr að baki. Ástæða er til að minna á að röng stærð eða gerð af peru getur orsakað bruna vegna þess hita sem myndast í ljósastæðinu.

Eru sterkari perur í ljósum en uppgefinn hámarksstyrkur segir til um?
Eru sterk ljós (t.d. kastarar) staðsett nálægt brennanlegum efnum?
Springa perur oftar í einu ljósastæði en öðru?
Eru loftljós illa uppsett og hanga á tengingum?

Ef þið svarið öllum spurningunum neitandi bendir það til þess að ágætt ástand sé á rafbúnaði á heimili ykkar.