Á hverjum degi notum við ljósarofa til þess að kveikja og slökkva ljósin. Oft þarf að þreifa eftir rofum í myrkri. Þess vegna er afar brýnt að þeir séu vel festir, heilir og óbrotnir þannig að sem minnst hætta sé á að notandinn fái straum úr þeim. Rofar slitna með tímanum og sambandsleysi í þeim getur bæði verið óþægilegt og varhugavert. Nauðsynlegt er að fá löggiltan rafverktaka til að yfirfara rofa ef vart verður sambandsleysis eða þeir hitna mikið.

Eru brotin lok eða brotnir takkar á rofum?
Ber á sambandsleysi í ljósarofum?
Eru einhverjir rofar illa festir?
Eru einhverjir rofar heitir?

Ef þið svarið öllum spurningunum neitandi bendir það til þess að ágætt ástand sé á rofum á heimili ykkar.