Skoðaðu lampa og önnur rafföng vandlega áður en þú kaupir inn.

Hefur raffangið CE-merkingu? Sem dæmi eiga nánast öll rafföng sem gerð eru fyrir almenna veitukerfið (venjulegt 230V húsarafmagn) að bera CE-merkingu.

Eru upprunamerkingar á raffanginu? Öll rafföng eiga að vera merkt með nafni framleiðanda eða vörumerki hans og gerðarmerkingu. Skoðaðu lampa og önnur rafföng vandlega áður en þú kaupir inn. Láttu öryggið njóta vafans.

Eru helstu raffræðilegar merkingar á raffanginu? T.d. spenna (V), afl (W) og einangrunarflokkur (class I, class II ( ) eða class III ( )).

Er EB-samræmisyfirlýsing (EC-declaration of conformity) tiltæk? Ath. að samræmisyfirlýsingin á að vera gefin út af framleiðanda eða fulltrúa hans.

Yfirlýsingar eða vottorð „þriðja” aðila, t.d. prófunarstofu, eru ekki fullnægjandi.

Fylgja notkunar- og uppsetningarleiðbeiningar? Ath. að leiðbeiningar er varða öryggi eiga að vera á íslensku.

Eru spennuhafa hlutar snertanlegir?

Er togfesta aðtaugar, sem tryggir að ekki verði togálag á tengingar, fullnægjandi?

Eru skarpar brúnir þar sem aðtaugin kemur inn í raffangið?

Hefur raffangið óeðlilega grannar taugar (víra), þ.e. eru þær grennri en eldspýta?