Eitt helsta öryggistæki rafkerfisins er lekastraumsrofinn. Ef útleiðsla verður í raflögn, t.d. vegna bilunar í jarðtengdu tæki, á rofinn að slá út og rjúfa allan straum. Lekastraumsrofi kemur ekki að tilætluðum notum nema raflögnin sé jarðtengd og kanna þarf reglulega hvort hann virki með því að ýta á prófhnappinn.

Slær rofinn stundum út án sýnilegrar ástæðu?
Er áfram rafmagn á íbúðinni eftir að þú hefur ýtt á prófhnappinn á lekastraumsrofanum?
Hefur orðið bilun í rafkerfi eða raftæki en lekastraumsrofinn ekki slegið út?

Ef þið svarið öllum spurningunum neitandi bendir það til þess að ágætt ástand sé á lekastraumsrofa á heimili ykkar.