Áður en framkvæmdir með vinnuvélum hefjast:

a) Er fyrirliggjandi heimild og upplýsingar um línuna frá ábyrgðarmanni viðkomandi rafveitu?
b) Er áhættumat fyrirliggjandi?
c) Fylgja leiðbeiningum um fjarlægðarmörk samkvæmt töflu.
d) Eru upplýsingar til staðar um hættur sem geta skapast við að starfa nærri háspennulínum?
e) Afmarka með öryggisborða öruggt svæði.
f) Hafa ávallt háspennulínuna í sjónmáli þegar vélin er á hreyfingu.
g) Athugið að erfitt er að gera sér grein fyrir hæð lína með því að horfa á þær.
h) Athugið að slys getur orðið án snertingar við háspennulínur.
i) Hefja ekki vinnu fyrr en verkstjórnandi hefur tilkynnt að nauðsynlegar öryggisráðstafanir hafi verið gerðar.

Viðbrögð við snertingu á háspennulínu:

a) Reyna að færa vélina fyrir eigin vélarafli.
b) Koma skilaboðum til rafveitu um óhappið.
c) Halda kyrru fyrir í vélinni ef ekki tekst að losa hana frá línunni.
d) Ef eldur kemur upp í vélinni, hoppa þá jafnfætis út og í örugga fjarlægð.
e) Koma skilaboðum til annarra starfsmanna um að snerta ekki vélina.

Viðbrögð við rafmagnsslysi:

a) Ef maður er í snertingu við rafmagn má ekki snerta hann.
b) Ef ekki er hægt að rjúfa straum strax skal hringja í rafveituna eða Neyðarlínuna í síma 112.
c) Fylgja leiðbeiningum um hjálp í viðlögum.
d) Tilkynna Vinnueftirlitinu um slysið.